Ljósakassinn

Eitt umfangsmesta verkefni Árs ljóssins er Ljóskassinn og er undirbúningur hafinn að honum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 3,5 milljónir. Í kassanum verða ýmis kennslugögn sem ætluð eru til að glæða kennslu í raunvísindum og félagsvísindum í grunnskólum.   

Rektor HÍ hefur þegar styrkt verkefnið um rúma milljón. Félag Sameinuðu þjóðanna mun einnig leggja til ljósið Litla sólin eftir Ólaf Elíasson í kassana.

Gert ráð fyrir að kössum verði dreift í skóla haustið 2015 og fylgt eftir með námskeiðum fyrir kennara, haldin á vegum Vísindasmiðjunnar og Háskólalestar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is