Afmælismynd Hubbles afhjúpuð á ári ljóssins

Fimmtudaginn 23. apríl síðastliðinn var 25 ára afmæli Hubble geimsjónaukans fagnað um allan heim. Hér á landi var stórglæsileg afmælismynd úr sjónaukanum afhjúpuð í húsakynnum Vísindasmiðju Háskóla Íslands, en viðburðurinn var hluti af dagskrá Alþjóðlegs árs ljóssins. Gestir gátu virt sig fyrir sér í ósýnilegu ljósi (innrauðu ljósi), skoðað leisigeisla, sérkennilega spegla og litríka skugga. 

Myndin úr Hubble verður svo til sýnis í smiðjunni í framtíðinni og verða þeim fjölmörgu grunnskólanemum, sem sækja smiðjuna ár hvert, bæði til fróðleiks og yndisauka.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is